Campofiorin í hálfa öld

Hálf öld er um þessar mundir liðin frá því að ítalska vínhúsið Masi setti á markað vínið Campofiorin. Það hafði strax frá upphafi ákveðna sérstöðu, byggði á vínhefðinni í kringum Amarone-vínin frá Valpolicella-héraðinu þar sem þrúgurnar eru þurrkaðar áður en víngerjunin á sér stað. Vín sem byggja á Amarone-aðferðinni hafa verið í mikilli tísku ekki síst í Norður-Evrópu undanfarin misseri. Yfirleitt eru þau kölluð apppassimento eða ripasso. Appassimento eru vín þar sem þrúgurnar hafa verið þurrkaðar líkt og í Amarone vínum en í skemmri tíma. Ripasso eru hins vegar vín þar sem að hratið sem verður eftir þegar vínlögurinn við Amarone-víngerð er síaður er blandað saman við hefðbundinn vínlög Valpolicella-vína og gefur þeim meiri dýpt. Allt byrjaði þetta með Masi Campofiorin árið 1964.

Deila.