Cosmopolitan eða „Cosmo“ er einn af vinsælustu kokteilum sögunnar. Uppruni hans er ekki alveg á hreinu, það eru margir sem hafa viljað eignað sér heiðurinn af drykknum. Líklega varð hann þó til á austurströnd Bandaríkjanna í byrjun áttunda áratug síðustu aldar en náði vinsældum þegar hann barst nokkrum árum síðar til San Francisco. Hér er útgáfa sem barþjónarnir á Barber Bar á Hótel Öldu settu saman fyrir okkur.
- 3 cl ferskur sítrónusafi
- 1,5 cl trönuberjasafi
- 4,5 cl Cointreau Triple Sec
- 4,5 cl Stolichnaya Vodka
Sett í blandara ásamt klaka og hrist mjög vel. Kælið glasið með klaka á meðan. Tvísíið í glas