Terrunyo Block 27 Carmenere 2010

Terruyno-vínin eru meðal allra bestu vín chilenska vínrisans Concha y Toro og eru gerð úr þrúgum af tilteknum bletti innan einnar ekru. Carmenere-þrúgurnar sem notaðar voru til framleiðslu á þessu víni koma þannig af bletti sem nefndur er Block 27 af ekrunni Peumo í Cachapoal í Rapel-dalnum.

Vínið hefur mjög djúpan, svarbláan lit, nær ógegnsætt. svört  ber, sólberjasulta, sedrusviður og kryddað kaffi. Ferskar kryddjurtir, mynta. Mikið, þykkt, kröftug en með silkimjúkum tannínum. Þolir geymslu, kallar á umhellingu. Virkilega flott vín með bestu steikunum, villibráðarvín, t.d. með rjúpunni.

4.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.