Il Poggione Brunello di Montalcino 2009

runello-vínin eru einhver allra bestu vín Ítalíu og Il Poggione er einhver besti framleiðandi Brunello-vína. Það var í hópi þeirra fyrstu sem hóf framleiðslu á Brunello en það vill oft gleymast að þessi vínstíll þróaðist ekki fram fyrr en upp úr miðri síðustu öldu.

Það sem setti mark sitt á sumarið 2009 var gífurleg hitabylgja sem skall á Montalcino í ágúst og hafði mikil áhrif á þróun vínanna þetta árið, ásamt miklum þurrkum. Þetta var erfitt ár fyrir víngerðarmenn, sum Brunello-vínin eru af þeim sökum ekki heppileg fyrir langa geymslu af þeim sökum en sýna sig ágætlega núna, önnur frá sumum af betri húsunum sýna hins vegar mikla dýpt og eru langhlauparar. Þetta vín frá Il Poggione er einhvers staðar þar á milli, það er yndislegt núna, en mun lifa góðu lífi í einhver ár og minnir jafnvel svolítið á 2007 árganginn frá sama húsi.

Í nefi þroskaður berjaávöxtur, kirsuber, súkkulaði, tóbak, áfengt, þetta er 14,55 vín. Kröftugt og ágengt í munni, tannískt, , heldur áfram lengi, lengi að hamast lengst aftur í gómi, svakalega langt og mikið.

6.600 krónur.

Deila.