Trivento er eitt af vínhúsunum í eigu Concha y Toro-fjölskyldunnar frá Chile en það var stofnað árið 1997 í þeim tilgangi að nýta hina stórkostlegu aðstæður til víngerðar sem er að finna í Argentínu „hinum megin“ við Andesfjöllin. Vínin frá Trivento hafa reynst einstaklega traust og hlutfall verðs og gæða með því besta sem maður rekst á.
Þetta rauðvín er blanda úr tveimur þrúgum, báðum frá suðvesturhluta Frakklands, Cabernet Sauvignon og Malbec en sú síðarnefnda er orðin að eins konar flaggskipi í argentínskri víngerð.
Vínið er dökkt á lit, djúpt, í nefi nokkur reykur í bland við þykkan og djúpan ávöxt, sólber, plómur, viðurinn fléttast vel saman við, sedrus og vanilla, þétt og fín tannín, virkilega flott vín fyrir peninginn.
1.899 krónur. Frábær kaup.