Villa Antinori 2011

Villa Antinori var lengi vel eitt þekktasta Chianti Classico vínið en Antinori-fjölskyldan framleiðir það nú sem IGT þar sem að í blönduna eru notaðar „franskar“ þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon, Merlot og Syrah. Í 2011-árganginum er það þó toskanska Sangiovese-þrúgan sem er algjörlega ríkjandi og stíllinn er mjög Chianti Classico-legur.

Vínið hefur fallegan rúbínrauðan lit, angan af þroskuðum sólberjum, kirsuberjum, ferskar kryddjurtir og töluvert af dökku súkkulaði og vindlatóbaki. Eikin kemur vel í ljós í munni, ávöxturinn bjartur, Með sterkari árgöngum af þessu víni síðustu árin.

2.998 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.