Deseos er spænskt rauðvín sem framleitt er af víngerðarteymi Montecillo í Rioja úr þrúgum sem koma frá Tierra de Castilla á spænsku hásléttunni. Þetta er hreint Tempranillo-vín og hefur fengið að þroskast aðeins á eikartunnum áður en því er átappað.
Nokkuð dökkur litur, angan af sólþroskuðum berjum og plómum, svolítið kryddað. Ágætlega mjúkt í munni, tannín og nokkur sýra, þarna kemur eikin líka fram. Hið ágætasta kassavín, fínt með t.d. grilluðu kjöti.
6.299 krónur eða sem samsvarar um 1.575 krónum á 75 cl flösku. Góð kaup og hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.
 
								
				 
					
										
												
				 
	
											 
	
											