Tenuta Sant Antonio Monti Garbi Ripasso 2013

Monti Garbi er vín frá Castagnedi-bræðrunum í Valpolicella á Norður-Ítalíu. Það er flokkað sem Valpolicella Classico Superiore og er þar að auki Ripasso-vín. Superiore-vínin eru geymd á viðarámum í ár hið minnsta. Ripasso er það hins vegar kallað þegar að þrúgumassanum, sem verður eftir við framleiðslu á Amarone-vínum, er blandað saman við Valpolicella-vín og gerjunin látin fara í gang á nýjan leik.

Dökkt á lit. Skarpur, dökkrauður ávöxtur í nefi, þurrkuð, kirsuber, þétt, skarpt, nokkuð tannískt. Vín sem getur tekist á við nokkuð bragðmikinn mat.

2.998 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.