Vínfélagið kaupir umboð Vínekrunnar

Vínfélagið hefur keypt flest öll vínumboð af Vínekrunni og tók við sem umboðsaðili þeirra frá og með 1. júlí síðastliðnum. Vínekran sem er í eigu Frakkans Stéphane Aubergy hefur verið einn helsti innflytjandi franskra gæðavína um 15 ára skeið og verið einn af brautryðjendum í innflutningi á lífrænum vínum.

Meðal þess sem Vínfélagið tekur nú yfir eru þekkt vörumerki eins og Chapoutier, Pujol, Francois d‘Allaines, Les Frères Couillaud, Mas du Soleilla, Kientz ofl. en vín frá þessum framleiðendum hafa verið á boðstólum Vínbúðunum, Fríhöfninni og nokkrum veitingahúsum.

Í fréttatilkynningu segir að með þessum kaupum styrki Vínfélagið sig verulega og getur nú boðið upp á mjög sterkt vínúrval frá Frakklandi, ásamt Ítalíu og fleiri löndum, en áætlað er að velta Vínfélagsins tvöfaldist með þessum kaupum.

Vínekran verður áfram með umboð fyrir eftirfarandi framleiðendur Champagne Drappier, CidrenLemasson, og Vedrenne.

Deila.