Turning Leaf Zinfandel 2014

IMG_1606Zinfandel er þrúga sem fyrst og fremst er tengd við Kaliforníu þótt hún eigi uppruna sinn að rekja til suðurhluta Evrópu, líklega Suður-Ítalíu. Hún getur tekið á sig margar myndir en best er hún þegar henni er leyft að ná fullum þroska þannig að úr verði mikið og þungt rauðvín.

Turning Leaf eru vín frá vínrisanum Gallo, tæknilega vel gerð kalifornísk vín á hagstæðu verði. Þessi Zinfandel er dökkur og djúpur, ávöxturinn dimmur og heitur. Þarna eru mjög þroskaðar plómur í nefi, allt að því þurrkaðar, leður og mikið krydd og þurrkuð bergamo-blóm, það er töluverður „Earl Grey“-fílingur þarna á ferði. Mjúkur og sætur ávöxtur í munni.

70%

1.999 krónur. Góð kaup. Fínt grillvín sem ræður við kröftugar marineringar og BBQ-sósur.

  • 7
Deila.