Sela 2011 Magnum

img_2357Eitt af því sem að hefur áhrif á vínið er stærð flöskunnar sem að það er tappað á. Þumalputtareglan er sú að effitr því sem að flaskan er stærri geymist vínið lengur og betur. Sú flöskustærð sem að við eigum helst að venjast er hin sígilda 75 cl stærð en ef um góð vín er að ræða eru þau yfirleitt enn betri í stærri flöskum. Rioja-vínið Sela frá vínhúsinu Roda er eitt af þeim vínum sem að hægt er að fá í bæði venjulegri flösku og magnum-flöskum í vínbúðunum en magnum-flöskur eru 1,5 lítrar. Og þótt Sela sé gott í venjulegri flösku er það óneitanlega enn betra í magnum. Það er líka stíll yfir því að bjóða vín í magnum, t.d. í matarboðum þar sem vitað er að opna verður tvær flöskur af sama víninu.

Sela er ansi mikið vín þótt þetta sé „minnsta“ vínið frá Roda. Dökkt út í svarblátt á lit, dökkrauð ber, þroskuð kirsuber, bláber, ristað og kryddað, tóbakslauf, kaffi og vanilla, í munni kraftmikið, þéttriðið með öflugum tannínum sem gefa víninu flottan strúktúr. Gefið því tíma til að opna sig. Þetta er líka vín sem þolir alveg geymslu í einhver ár.

100%

7.990 krónur fyrir magnum eða sem samsvarar 3.995 krónum á venjulega flösku. Frábær kaup.

  • 10
Deila.