Gérard Bertrand Tautavel 2013

img_2554Tautavel er lítið þorp í Languedoc-Roussillon í Suður-Frakklandi og er nafn þess hvað þekktast fyrir að þar fundust í helli á síðustu öld einhverjar elstu mannvistarleifar í Evrópu en „Tautavel-maðurinn“ er talinn hafa verið uppi fyrir um 450 þúsund árum. Tautavel er líka eitt minnsta skilgreinda víngerðarsvæðið á þessum slóðum.

Þetta rauðvín frá Gérard Bertrand er blanda úr þrúgunum Grenache, Syrah og Carignan, allt týpiskar Miðjarðarhafsþrúgur og það endurspeglast í þessu víni. Þroskuð, sólbökuð og krydduð rauð ber, kirsuber, rifsber, trönuber í nefi, þétt í munni, kryddað, ávöxturinn heitur, fín fersk sýra. Reynið með lamabkjörti krydduðu með ferskum kryddjurtum.

80%

2.899 krónur. Frábær kaup og ekki spillir fyrir að verð vínsins hefur lækkað um hundraðkall á milli árganga.

  • 8
Deila.