Eitt besta brugghús heims mætir á Kex Beer Festival

Á dögunum var brugghúsið Other Half frá Brooklyn kosið 10. besta brugghús veraldar af Ratebeer.com. Ratebeer Best verðlaunin eru afar virt í bjórheiminum og mikil viðurkenning að lenda á top 10 listanum.

Other Half er tiltölulega nýtt af nálinni. Stofnað 2014 af Samuel Richardson og Matt Monahan. Matt hafði starfað sem kokkur í New York en Samuel var bruggari á vesturströnd Bandaríkjanna en flutti til New York til að gerast bruggari Greenpoint Brewing í Brooklyn. Matt var mikill aðdáandi Greenpoint Brewing og þegar Matt fór að spyrjast fyrir um eigið bruggkerfi fóru hjólin að snúast hjá Samuel og Matt. Þeir stofnuðu saman Other Half og fengu þriðja aðilann, Andrew Burman, til liðs við sig. Eins og Matt að þá var Andrew kokkur en þeir þremenningar hefðu unnið saman við að para saman bjór og mat en þeir höfðu haldið úti „pop up“ veitingastaði í hjáverkum.

Eftir mikla leit að húsnæði fundu þremenningarnir stað í Brooklyn. Í lítilli iðnaðargötu í Carroll Gardens undir Brooklyn-Queens Expressway varð lítið brugghús að veruleika. Samkvæmt þremenningunum er staðsetningin fullkomin þrátt fyrir að ansi erfitt reynist að komast til þeirra frá Manhattan. Aragrúi er af börum í Brooklyn sem sérhæfa sig í bjór frá litlum brugghúsum og auðvelt var fyrir Other Half að koma ferskum bjórum undir krana sem fyrst.

Eftir einungis 3 ár í rekstri að þá eru Other Half fremstir meðal jafningja í New York. Gríðarlega mikið hefur gerst í borginni á 10 árum og opnar nýtt brugghús nánast í hverjum mánuði. Eitt sinn hálfgerð eyðimörk í bjórheiminum að þá er Brooklyn og New York orðið eitt mest spennandi svæði í Bandaríkjunum hvað varðar ölgerð og bjór.

Vinsældir Other Half eru svo miklar að fólk bíður í röðum eftir nýjum bjór frá þeim. Í janúar fögnuðu þeir 3 árum í rekstri og beið fólk úti næturlangt eftir afmælisbjórnum þeirra, „3rd Anniversary Tripla Dry Hop IPA“.

Other Half munu ekki halda aftur af sér á Kex Beer Festival og ætla að leyfa fólki að smakka einu bestu bjóra sem þeir hafa bruggað. Nummy Nug DIPA, 3rd Anniversary, DDH Space Diamonds og DDH All Citra Everything eru meðal þeirra bjóra sem þeir ætla að bjóða upp á. Þetta er því einstakt tækifæri að smakka einu bestu IPA bjóra heims ásamt frábærum bjórum frá Aslin, Boneyard, Alefarm, Mikkeller og Lord Hobo svo eitthvað sé nefnt af þeim aragrúa erlendu brugghúsa sem mæta á Kex Beer Festival.

Fyrir þá sem eiga ekki miða að þá verður hægt að nálgast ferskar dósir frá þeim  föstudaginn 25. febrúar á Mikkeller & Friends á Hverfisgötu og ekki er útilokað bjórar frá þeim lenda undir krönum á Kex og Mikkeller meðan hátíð stendur.

Deila.