A. Bichot Secret de Famille Chardonnay 2014

A. Bichot er með stærri vínhúsunum í Búrgund, á eina hundrað hektara þar af ekrum og hefur á síðustu árum verið að einbeita sér að eigin framleiðslu í auknum mæli auk þess að stunda négociant-viðskipti það er kaupa vín frá smærri vínbændum og selja undir eigin merkjum. Þetta gamla vínhús sem stofnað var í Beaune árið 1831 hefur hægt og sígandi verið að koma sér á kortið á ný sem alvöru „player“ í Búrgúndarvínunum.

Við fjölluðum nýlega um rauða vínið í Secret de Famille-línunni, hörkufínt Pinot Noir og það sama á við um það hvíta, þetta er dúndurgott Chardonnay. Sítrusbörkur og ferskjur, vottur af hvítum blómum, möndlum, mild eik, þykkt, mjúkt svolítið rjómakennt, góður ferskleiki.

80%

2.990 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.