Vínin sem fá Gyllta glasið 2017

Hin árlega smökkun þar sem vínin sem fá Gyllta glasið eru ákveðin var haldin í þrettánda skipti undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands um síðustu helgi. Verðflokkur vína í keppninni að þessu sinni var frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sem sá sami og síðan 2012, engar kvaðir voru um uppruna vínanna og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica  en alls skiluðu sér 100 vín til leiks.

Alls voru það um 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker-skalanum svokallaða, þar á meðal fulltrúi Vínóteksins. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá Ástþóri Sigurvinssyni og tveimur þjónanemum frá Hilton.

Sex hvítvín og fjórtán rauðvín hlutu Gyllta glasið 2017 þegar úrslit lágu fyrir og verður árgangurinn sem hlýtur viðurkenninguna sérmerktur í vínbúðum.

En hvaða vín eru þetta? Kíkjum á það.

Hvítvín

 • Bramito Chardonnay, Castello della Sala 2016
 • Saint Clair Vicar’s Choice Riesling 2014
 • Brancot Estate Sauvignon Blanc the Letter Series 2016
 • Villa Maria Sauvignon Blanc Cellar Selection Organic 2015
 • Tommasi Le Rosse Pinot Grigio 2016
 • Willm Riesling Reserve 2015

Rauðvín

 • Coto de Imaz Gran Reserva 2010
 • Trivento Golden Reserve Malbec 2014
 • Peter Lehmann Portrait Cabernet Sauvignon 2013
 • Baron de Ley Reserva 2012
 • Baron de Ley Reserva 2013
 • Bodega Cepa 21 Hito 2014
 • Chateau l’Hospitalet La Reserve La Clape 2015
 • Marques de Casa Concha Merlot 2014
 • Campo Viejo Gran Reserva 2010
 • Escapades Cabernet Sauvignon Shiraz Malbec 2015
 • Wyndham Bin 555 Shiraz 2014
 • di Lenardo Just Me 2013
 • Ramón Bilbao Gran Reserva 2010
 • Allegrini Corte Giara Valpolicella Ripasso 2014
Deila.