Baron de Ley Tres Vinas 2011

Tres Vinas er systurvínin rauðvínsins Site Vinas og vísa nöfn þeirra til þess að í vínunum eru notaðar allar þær hefðbundnu þrúgur sem leyfilegt hefur verið að nota í Rioja. Í Tres Vinas eru það Viura, Malvasia og Garnacha Blanco. Eftir að víngerjuninni lýkur er vínið látið liggja í heilt ár á tunnum úr amerískri eik og setur það verulegan svip á vínið. Vínið er gullið á lit, angan kröftug, þurrkaðar ferskjur, hunang, ristaðar hnetur og vanilla í nefi, reykur og smá þvottapoki, mjög þykkt, þungt en þó með góðri sýru sem heldur víninu líflegu.

90%

2.899 krónur. Magnað vín, en vissulega ekki allra, svolítið fullorðins. Fiskur í rjómasósu eða jafnvel ljóst kjöt er það sem þarf með þessu víni.

  • 9
Deila.