Domaine Laporte Pouilly-Fumé Les Duchesses 2015

Domaine Laporte hóf að framleiða vín í Saint-Satur í miðju Sancerre-svæðisins í Loire í Frakklandi árið 1850. Ekrur hússins sem er í eigu Bourgeois-fjölskyldunnar, sem er með þeim þekktari á svæðinu, telja um 20 hektara og eins og hjá flestum vínræktendum á svæðinu er það Sauvignon Blanc sem er uppistaða þess sem ræktað er, allt í lífrænt vottaðri ræktun.

Pouilly-Fumé er annað af stóru vínunum frá þessu svæði (ásamt Sancerre) og þetta er klassískur Pouilly. Fölgult á lit, limebörkur og safi í nefi, reykur, mjög míneralískt, þétt, mjög þurrt og langt.

 

90%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.