Faustino V Reserva 2011

Faustino er einn af risunum í Rioja og það vínhús sem að flytur út mest af vínum frá héraðinu. Faustino hefur í gegnum árin verið í hópi þeirra vínhúsa sem eru hvað fastheldnust á hinn gamla og hefðbundna stíl Rioja-vínanna sem einkennist af töluverðum þroska í vínunum og þung áhrif frá amerískri eik þó svo að Faustino hafi einnig farið út í framleiðslu á meira „módern“ vínum á síðustu árum. Vínin eru flest hver auðkennd með rómverskum tölustaf og í Reserva-línunni er það talan V sem auðkennir.

Faustino V er rauðvín í sígildum stíl Rioja, það er kominn örlítll brúnleitur þroski í litinn og ávöxturinn farinn að breytast yfir í sætan, allt að því þurrkaðan ávöxtur, hann er kryddaður, þarna er súkkulaði, sedrusviður, í munni mjúkt, ekki mjög langt, þroskað með mildri sýru.

70%

2.599 krónur. Góð kaup. Með grillaðri nautalund.

  • 7
Deila.