Adega Vila Real Reserva 2013

Adega er vínsamlag bænda í þorpinu Vila Real í Douro-dalnum í Portúgal. Vínin af þessu svæði eru eitthvað það mest spennandi í evrópskri víngerð í dag og þeir hjá Adega eru framarlega í flokki, þetta er talið vera eitt besta vínsamlag þeirra Portúgala.

Þetta er dökkt og mikið vín, svartur ávöxtur, dökkt súkkulaði, svolitið míneralískt, góður tannískur strúktur, mild eik. Verulega flott eik.

 

80%

2.498 krónur. Frábær kaup. Reynið með mildri villibráð svo sem gæs og hreindýri.

  • 8
Deila.