Carnivor Cabernet Sauvignon 2015

Carnivor er kaliforniskt rauðvín úr smiðju Gallo, ætlað með rauðu kjöti eins og nafnið gefur til kynna. Þetta er vín þar sem ekki er verið að stilla neinu í hóf, það er allt ýkt, mikið um sig, ágengt og dökkt. Í nefinu sætir og heitir ávextir og dökk ber, sultuð bláber, sólber, plómur, svolítið dökkt súkkulaði. Í munni þykkur og sætur ávaxtahjúpur, mjúkt.

70%

2.398 krónur. Mjög góð kaup. Með rauðu kjöti og sætu meðlæti.

  • 7
Deila.