Corimbo 1 2011

Bodegas la Horra í Ribera del Duero er systurvínhús Bodegas Roda í Rioja og hugmyndafræðin á bak við bæði þessi mögnuðu vínhús er svipuð, að gera eins góð vín og hægt er að gera á viðkomandi svæði. Corimbo 1 er stærra vínið af þeim tveimur sem la Horra framleiðir og 2010 var þriðji árgangurinn sem að húsið senti frá sér.

Þrátt fyrir að vínið sé farið að nálgast áratuginn í aldri er það rétt að byrja, það er dökkt, liturinn djúpur, þéttur og þykkur, ávöxturinn svartur, kröftugur og mikill, sólber og sultuð krækiber, sedrusviður, dökkt súkkulaði og svört telauf, kryddað og míneralískt. Vínið er stórt og mikið um sig, tannín halda vel utan það, kröftug en mjúk, vínið er sýrumikið og ferskt, þetta er vín sem vel má geyma í töluvert langan tíma til viðbótar og þarf helst að umhella í dag.

100%

7.399 krónur. Frábær kaup. Vín með bragðmiklu kjöti, vel höngnu nautakjöti, grilluðu kjöti og villibráð.

  • 10
Deila.