Pasos de San Martin Garnacha 2015

Pasos de San Martin í Navarra er eitt af vínhúsum Artadi, sem er með athyglisverðustu vínhúsum Spánar. Upphaflega var Artadi vínsamlag 13 vínræktenda í Laguardia í Rioja Alavesa en það var athafnamaðurinn Juan Carlos López de Lacalle sem að festi kaup á Artadi og gerði það að því sem að það er í dag, brautryðjandi í framleiðslu  nútímalegra vína frá Rioja jafnt sem Navarra  og Alicante. frá

Þetta er rauðvín frá þorpinu San Martin de Unx í Navarra. Djúpt og dimmrautt, þykkur rauður ávöxtur,rauð ber, lyng, tannískt, sýrumikið. Sæt eik. Virkilega elegant. 4,5

90%

3.790 krónur. Frábær kaup, elegant og fínlegt rauðvín.

  • 9
Deila.