Bonterra er kalifornískt rauðvín úr smiðju vínhússins Fetzer, gert úr lífrænt ræktuðum Cabernet Sauvignon-þrúgum frá Mendocino og Lake County en það er samheiti yfir víngerðarsvæðin norður af Sonoma og Napa. Þarna hafa vín verið ræktuð lífrænt undir merkjum Bonterra í rúma tvo áratugi. Þetta er kröftugt og flott rauðvín, litur djúpur út í fjólublátt, í nefinu krækiber, bláberjasafi og sólber, nokkuð kryddað, lakkrís, kanill og dökkt súkkulaði. Það er kröftugt í munni, ávöxturinn ferskur, rífur svolítið í í fyrstu, það er gott að leyfa víninu að standa í smá stund og jafnvell umhella til að mýkja það og opna.
80%
3.099 krónur. Mjög góð kaup.
-
8