Peter Lehmann The Barossan Shiraz 2017

The Barossan frá vínhúsi Peter Lehmann í Suður-Ástralíu er stórt og öflugt Shiraz-vín frá Barossa-dalnum þar sem Lehmann var goðsögn í lifanda lífi. Þetta er kröftugur og massívur Shiraz eins og gjarnan vill verða í Barossa, dökkur, djúpur letur, sultaðar plómur í nefi í bland við sætan apótekaralakkrís, kókos og dökkt súkkulaði. Áferðin er mjúk og þykk, vínið er þurrt með ferskri og góðri sýru.

 

90%

3.199 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir vel hangið nautakjöt og jafnvel villibráð.

  • 9
Deila.