MacMurray Pinot Noir 2016

Fred Macmurray var með þekktari leikurum Hollywood ekki síst á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og lék í myndum á borð við Double Indemnity. Hann vann með stórleikurum á borð við Bogart og Dietrich en náði aldrei á þann stall sjálfur, kvikmyndavefurinn Imdb segir hann líklega einn vanmetnasta leikara sinnar kynslóðar. Í frístundum sínum hélt hann til á búgarði sínum Sonoma þar sem hann var með búfé og stundaði fluguveiðar í Russian River. Nú í seinni tíð er búgarður MacMurray þekktastur fyrir vínin sem þar eru ræktuð.

Russian River Valley í Sonoma er nokkuð svalara víngerðarsvæði en dalurinn við hliðina á, sem heitir Napa og hentar því betur fyrir ræktun á Búrgundarþrúgunni Pinot Noir. Engu að síður fer hér ekki á máli að þetta er vín af heitara ræktunarsvæði en Mið-Frakklandi. Liturinn er djúprauður og ávöxturinn þykkur og dökkur, þroskuð og sæt kirsuber, kóngabrjóstykur, kryddað, þykkt og míneralískt með góðum ferksleika. 

3.798 krónur. Frábær kaup. Fínt með til dæmis andarbringum.

  • 9
Deila.