Kjúklingabaunasalat með grillmatnum

Kjúklingabaunir og tómatar eru grunnurinn í þessu ferska sumarsalati sem er tilvalið með grillmatnum. Salatið á vel við flestan grillmat, til dæmis kjúkling, lamb eða þess vegna grillaðan fisk

  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 3 tómatar, skornir í bita
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 1 chilibelgur, rauður eða grænn, fræhreinsaður og fínsaxaður
  • 1/2 dl ólífuolía
  • 1/2 laukur eða rauðlaukur, saxaður
  • 2 dl fetaostur, skorinn í litla bita
  • fersk mynta og ferskt basil
  • salt og pipar

Blandið saman sítrónusafa, fínt söxuðum chili, söxuðum tómötum, salti og pipar í skál. Hitið kjúklingabaunirnar ásamt vökvanum úr dósinni á pönnu í nokkrar mínútur. Hellið vökvanum frá. Bætið 2/3 af baununum saman við salatið. Maukið restina með gaffli og bætið saman við. Hrærið fetaosti og vænni lúku af saxaðri myntu og söxuðu basil saman við.

 

 

Deila.