Tenuta Sant’Antonio Monti Garbi Ripasso 2017

Castagnedi-bræðurnir sem reka víngerðina Tenuta Sant’Antonio framleiða með betri vínum Valpolicella-svæðisins. Vínið Monti Garbi er svokallað Ripasso (og þar að auki Superiore) en það eru Valpolicella-vín sem eru látin fara í gegnum eins konar síðari gerjun með því að þrúguhrati sem verður afgangs eftir Amarone-víngerð er bættt við.

Hér erum við komin með 2017-árganginn af Monti Garbi, liturinn er dimmrauður út í fjólublátt, þéttur. Í nefi er vínið töluvert, kryddað, heitur svartur kirsuberjaávöxtur, lakkrís, negull, þurrt, mjúk áferð,  mjög míneralískt.

80%

2.999 krónur. Frábær kaup. Vín með bragðmiklum ítölskum réttum, pasta með tómatasósum, osso buco. Rauðu kjöti.

  • 8
Deila.