Casisano Brunello di Montalcino 2015

Búgarðurinn Podere Casisano er í suðurhluta Montalcino-svæðisins í Toskana og ræktar Sangiovese fyrir Rosso og Brunello-vín á um 22 hektörum af vínekrum. Casisano hefur verið í eigu Tommasi-fjölskyldunnar frá árinu 2015 og þetta er því fyrsti árgangurinn í þeirra höndum.  Árgangurinn 2015 einnkendist af heitu og þurru sumri og þrúgurnar náðu miklum þroska.  Vínið er dimmrautt, liturinn djúpur, í nefinu skógarber, þroskuð, nánast þurrkuð, lyng, haustlauf og þurrkaðar kryddjurtir, vottur af lakkrís, þétt og nokkuð sýrumíkið, þarf tíma til að opna sig, langt í munni, elegant og fínlegt , míneralískt í lokin. Gefið víninu um klukkutíma hið minnsta í karöflu til að opna sig þannig að það njóti sín til fulls.

90%

6.199 krónur. Frábær kaup Með mildri villibráð og nautalund.

  • 9
Deila.