
Santa Julia Malbec er líklega með fyrstu rauðvínunum af árganginum 2020 sem að við fáum að njóta. Auðvitað ber að hafa í huga að uppskeran á suðurhvelinu er í byrjun árs en þrátt fyrir það er innan við ár síðan að Malbec-þrúgurnar í þetta vín voru tíndar af ekrunum í Mendoza í Argentínu. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið vín en engu að síður sjarmerandi. Það er dökkfjólublátt á lit og stútfullt af ungum og safaríkum ávexti, plómum, sólberjum og bláberjum, ávöxturinn er þykkur og djúpur með sólbökuðum þroska og sætu. Mjúkt og þykkt í munni.
80%
2.589 krónur. Mjög góð kaup. Þetta unga vín smellpassar t.d. með safaríkum hamborgara.
-
8