
Vicente Gandia er vínfyrirtæki í Valencia sem framleiðir vín í nokkrum vínhéruðum Spánar, þar á meðal Rioja þaðan sem þessi Crianza kemur. Þrúgan er Tempranillo og vínið hefur legið á tunnum úr franskri og amerískri eik í 12 mánuði fyrir átöppun. Litur rauður, þurrkuð kirsuber í nefi, kryddjurtir og smá reykur, mild vanilla. Í munni þurrt og nokkuð míneralískt, vel strúktúrerað með mjúkum tannínum og ferskri sýru, þétt og fínt.
80%
2.589 krónur. Frábær kaup. Vönduð og flott Crianza.
-
8