Viberti Barolo Buon Padre 2017

Þriðja kynslóð Viberti-fjölskyldunnar heldur nú utan um tauma þessa fjölskyldufyrirtækis en saga þess hófst fyrir réttri öld. Þá keypti Antonio Viberti gistiheimilið Buon Padre í þorpinu Vergne í Barolo og vínekrurnar er umlykja það. Barolo-vínið Buon Padre vísar einmitt til þessarar upprunasögu fyrirtækisins. Eins og öll Barolo-vín er það gert úr þrúgunni Nebbiolo. Hún er aldrei litmikil, vínið er fölrautt með byrjandi þroska. Krydduð kirsuberja og rifsangan, ristaðar hnetur, vottur af myntu, það er þétt og sýrumikið í munni með ágætri lengd. Fínasta matarvínið.

80%

Mjög góð kaup. 6.942 krónur. Með mildri villibráð. Með svepparisotto.

  • 8
Deila.