Jordan Black Magic Merlot 2018

Það eru fjörutíu ár frá því hjónin Ted og Sheelagh Jordan festu kaup á um 160 hektara vínbúgarði í Stellenbosch í Suður-Afríku og byrjuðu að endurnýja vínviðinn á ekrunum. Sonur þeirra Ted og kona hans Kathy sjá nú um reksturinn og Jordan er með þekktustu nöfnum suður-afrískrar víngerðar.

Jarðvegurinn sem Merlot-þrúgurnar eru ræktaðar er ríkur af svörtum tourmaline-granítsteini sem skýrir svartagaldursnafn vínsins. Dimmrautt, angan af krydduðum plómum, reyk, blek og kaffi, silkimjúk tannín, þétt og seiðandi, eikin áberandi með sætri vanillu.

90%

3.660 krónur. Frábær kaup. Með hægelduðum pottréttum, s.s. lambaskönkum.

  • 9
Deila.