Finca Martelo 2015

Finca Martelo er eitt hinum stórkostlegu vínum La Rioja Alta, víni sem ætlað er að vera samtímaútgáfa af rauðu Rioja-víni stillt upp samhliða hinum sígildu vínum hússins er halda í hefðina. 2015 er þriðji árangurinn sem hefur verið framleiddur af Martelo. Uppistaðan í blöndunni er auðvitað Tempranillo en það er smá hlutfall af Mazuelo, Garnacha og hinni hvítu Viura allt af gömlum vínvið í Rioja Alavesa. Vínið liggur lengi á tunnum og það er greinilegt í nefinu að það er fyrst og fremst notuð amerísk eik (80%). Liturinn er djúpur, dökkur, eikin framarlega í nefi, kókos og reykur, balsamviður og sedrus sem hjúpa dökkan, berjakjarna, tannín fínleg, kraftmikið, sýra sem tryggir langan ferskleika, ávöxturinn þykkur, pipraður. Einstaklega fágað og stórkostlega útfært vín sem er fr´´abært núna en mun ekki síður þola langa geymslu.

100%

4.999 krónur. Frábær kaup. Stórkostlegt vín á frábæru verði miðað við gæði.

  • 10
Deila.