Flores de Callejos 2021

Bodegas Felix Callejo er vínhús í Ribera del Duero á Spáni og þetta rauðvín er hreint Tempranillo-v´ín eða Tinto Fino eins og þrúgan er kölluð á því svæði. Þetta er tiltölulega ungt vínhús, stofnað árið 1989 þegar að Felix Callejo, er starað hafði við vínmiðlun um árabil, lét drauminn um eigið vínhús rætast.

Þetta er mjög ungt og ferskt Ribera-vín og það borgar sig alvega að leyfa því að anda í einhverjar klukkustundir fyrir neyslu. Bjartur rauður berjaávöxtur í nefinu, kirsuber og hindber, blómlegt, rauður eplabörkur, mild og fersk sýra og góður balans. Kannski ekki flókið en mjög aðlaðandi vín.

80%

3.790 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.