Þetta er líklega vinsælasta útgáfan af Mojito fyrir utan þessa einu sönnu sígildu. Þessa uppskrift fengum við hjá barfólkinu á Thorvaldsen en Mojito-kvöldin þar hafa notið gífurlegra vinsælda um áraraðir.
3 tsk hrásykur
3 sneiðar lime
8-10 myntublöð
4 fersk jarðarber
3 cl Bacardi Superior
1,5 cl Joseph Cartron Fraise de Bois, jarðarberjalíkjör
Sprite og/eða sódavatn
Merjið saman með lime, myntublöðin, jarðarberin og hrásykurinn með staut. Blandið þá romminu og jarðarberjalíkjörnum saman við. Hrærið saman og fyllið glasið af muldum klaka. Toppið upp með Sprite. Ef þið viljið drykkinn ekki mjög sætan er hægt að nota sódavatn í stað Sprite til helminga eða að fullu.