Þessi nútímalega útgáfa af Mojito er búin til af Michele Cocciolo á barnum Spazio Fitzcarraldo í Mílanó og heitir Havana Green. Hér er myntulíkjör bætt saman við auk myntublaðanna.
6 cl Havana Club Añejo Especial
2 cl De Kuyper Créme de Ménthe
2 cl Havana Club Anejos 7 Anos
1 tsk sykur
8 myntublöð
1 lime-sneið
Merjið saman lime, sykur og myntu í glasi. Fyllið það af muldum ís. Bætið Havana Club Anejo Especial og myntulíkjör út í og hrærið saman með kokkteilpinna. Toppið loks með Havana Club Anejos 7 Anos.