Það er ekki bara á Íslandi sem að Mojito í hinum fjölbreyttustu útgáfum nýtur vinsælda. Þessa chili-heitu útgáfu setti Fleur Nitzsche hjá Che Group í Rotterdam saman fyrir Vínótekið.
2 þunnar skífur af rauðum chili (passið upp á að engin fræ fylgji með)
8-10 myntulauf
2 cl lime-safi
2 cl sykursíróp
3 cl Havana Club ljóst romm
2 cl De Kuyper Grand Orange eða Grand Marnier
Byrjið á því að setja chili-skífurnar í glasið og merjið. Bætið næst við myntulaufun, ekki merja þau. Setjið muldan klaka yfir þannig að hann fylli 2/3 af glasinu. Hellið limesafa, sírópi, rommi og Grand Orange í glasið. Hrærið vel með langri skeið. Fyllið með klaka og toppið upp með sódavatni.
Skreytið með myntulaufum og endanum á chlipiparbelg.
Það er svo hægt að breyta hlutföllum á milli síróps og limesafans allt eftir því hvað þið viljið mikla sýru/sætu.