Stína á Sjávargrillinu hristi saman þennan flotta vodka-martini fyrir okkur. Þetta er drykkur sem að hún skapaði á dögunum og nefndi í höfuðið á Gabríellu dóttur sinni.
- 4 cl Absolut Vodka
- 2 cl De Kuyper Blueberry líkjör
- 3 cl Clean Iceland berjasaft eða annar dökkur berjasafi, t.d. bláberja- og brómberjasafi
- 2 cl nýpressaður limesafi
- flórsykur
Setjið í hristara ásamt klaka. Hristið vel og síið í martiniglas.
 
								
				 
					
										
												
				 
	
											 
	
											