Gran Syrah er blanda úr þrúgum frá þremur svæðum í héraðinu San Juan í Argentínu sem skýrir undirheitið 3 Valleys. Vínið er mjög dökkt, nær svart, piprað í nefi, krækiber, lyng, jörð, Sætur feitur ávöxtur í munni, mikið um sig, töluvert áberandi eik með vanillu og reyk, góð sýra sem brýtur upp og gefur ferskleika.
4.447 krónur. Góð kaup.