Olivier Ravoire Chateauneuf-du-Pape 2010

Olivier Ravoire er víngerðarmaður í Rhone-dalnum í Frakklandi, sem framleiðir vín frá nokkrum af helstu svæðum héraðsins. Chateauneuf-du-Pape er að öðrum svæðum ólöstuðum hið þekktasta í suðurhluta Rhone og þetta vín er blanda úr tveimur af þrúgunum sem þar er heimilt að nota, fyrst og fremst Syrah en einnig Mourvédre.

Þetta er Chateauneuf í klassískum stíl. Rúbínurautt á lit. Heitt og kryddað í nefi, rauð berk, negull, eik. Nokkuð tannískt, ágætlega strúktúrerað með góða lengd.

Vín fyrir lambið og milda villibráð.

Fæst í fríhöfninni í Leifsstöð. 4.699 krónur.

Deila.