Pago de Cirsus er vínhús í Navarra á Spáni, eitt örfárra vínhúsa landsins sem kemst í hin svokallaða D.O. Pago flokk, sem er hæsta stig spænska vínflokkunarkerfisins. Vínin frá Pago de Cirsus hafa frá upphafi verið í fremsta flokki Navarra-vína og mikill metnaður er lagður í bæði víngerðina og vínræktina en við fjöllum nánar um vínhúsið (sem við heimsóttum í fyrra) hér.
Rauðvínið Cuvée Especial er alveg hreint ótrúlega gott vín, blanda úr þrúgunum Tempranillo, Merlot og Syrah. Fallega dökkrautt, sæt sultuð berjaangan, sedrusviður, vindlakassi og mjólkursúkkulaði, blek, krít. Þykkt og mikið í munni, mjúk en aflmikil tannín, eikin áberandi, míneralískt. Algjörlega tilbúið núna en má vel geyma í einhver ár.
3.350. Frábært vín, frábær kaup. Eitthvert besta vínið í sínum verðflokki í vínbúðunum.
-
10