Trivento Golden Reserve Chardonnay 2015

img_2512Golden Reserve-línan frá argentínska vínhúsinu Trivento hefur fyrir löngu sýnt og sannað hvers hún er megnug. Þetta eru ávallt afskaplega vel gerð vín sem gefa gífurlega mikið fyrir peninginn.

Chardonnay-vínið í línunni er nú 2015 árgangurinn, eikað yfirbragð, vanillusykur, smá eldspýta og þykkur og sætur suðrænn ávöxtur, ananas, ferskjur, melóna. Þétt og ferskt, góð sýra gefur því líf og lengd í bland við þykkan ávöxtinn.

Við smökkuðum í gegnum Golden Reserve-línuna með víngerðarmanninum Germano di Cesare fyrr á þessu ári og má lesa um það hér. 

80%

2.999 krónur. Frábær kaup.

  • 8
Deila.