Tempranillo er Þrúgan með stóru Þ-i þegar kemur að rauðvínsgerð á Spáni og hún gengur þar undir mörgum nöfnum. Hið katalónska heiti hennar er Ull de Lebre og er það notað ásamt hinu þekktara heiti Tempranillo á flöskumiðanum á þessu víni frá Ramon Roqueta.
Ungt og dökkt á lit, þroskuð berjaangan, þarna má finna krækiber og kirsuber, kryddað, svolítið piprað í munni með kröftugum, ungum ávexti. Öflugt með fína fyllingu. Mjög, mjög mikið vín fyrir peninginn. Leyfið víninu að standa í 1-2 klukkustundir áður en það er borið fram.
80%
1.699 krónur. Frábær kaup. Sérpöntun.
-
8