Líklega hefur enginn maður haft jafnmikil áhrif á ítölsk vín á tuttugustu öldinni og Piero Antinori markgreifi er tók við stjórn fjölskyldufyrirtækisins árið 1966, þá 28 ára að aldri. Antinori-fjölskyldan er svo sem enginn nýgræðingur í víngerð. Hún hefur ræktað vín óslitið í sex aldir í Toskana og Umbríu og verið ein mikilvægasta vínfjölskylda Toskana