Antinori

Lík­lega hef­ur eng­inn mað­ur haft jafn­mik­il áhrif á ítölsk vín á tutt­ug­ustu öld­inni og Pi­ero Antin­ori mark­greifi er tók við stjórn fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins ár­ið 1966, þá 28 ára að aldri. Antin­ori-fjöl­skyld­an er svo sem eng­inn ný­græð­ing­ur í vín­gerð. Hún hef­ur rækt­að vín óslit­ið í sex ald­ir í Tosk­ana og Umbríu og ver­ið ein mik­il­væg­asta vín­fjöl­skylda Tosk­ana um alda­bil. Það var hins veg­ar Pi­ero Antin­ori sem gerði fyr­ir­tæk­ið að al­þjóð­legu stór­veldi á sviði vín­fram­leiðslu.

Ár­ið 1970 ákvað Antin­ori, fyrst­ur toskanskra vín­fram­leið­enda, að fram­leiða einn­ar ekru Chi­anti Classico-vín. Fyr­ir val­inu varð ekr­an Tignan­ello, skammt frá heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í Santa Crist­ina. Tignan­ello varð fljót­lega braut­ryðj­andi vín í Tosk­ana en að­eins ári síð­ar, ár­ið 1971, var hætt að merkja vín­ið sem Chi­anti Classico og ár­ið 1975 hætti Antin­ori að nota hvít­ar þrúg­ur í það og bæt­ir þess í stað við Ca­ber­net Sauvignon og læt­ur vín­ið þroskast á litl­um eik­artunn­um. Þetta olli því að enda þótt Tignan­ello hafi frá upp­hafi skip­að sér í hóp bestu og eft­ir­sótt­ustu vína hér­aðs­ins flokk­að­ist það í lægsta flokk ítölsku vín­lög­gjaf­ar­inn­ar, vino di tavola. Ár­ið 1978 fylg­ir ann­að of­ur­vín, So­laia, í þetta sinn með Ca­ber­net Sauvignon í að­al­hlut­verki. Að auki sá Antin­ori fram­an af um mark­aðs­setn­ingu á Sassicaia, einu þekktasta víni Ítal­íu, sem fram­leitt er af frænda hans í Bolg­heri, við Mið­jarð­ar­hafs­strönd Tosk­ana. Þar hóf bróð­ir Pi­ero Antin­ori, Lu­dovico, einnig rækt­un á vín­inu Orn­ellaia, sem rétt eins og Tignan­ello, So­laia og Sassicaia nýt­ur meiri virð­ing­ar en flest hin hefð­bundnu vín hér­aðs­ins.

Bolg­heri er með at­hygl­is­verð­ustu rækt­un­ar­svæð­um Tosk­ana og það vín­svæði Ítal­íu þar sem best­ur ár­ang­ur hef­ur náðst með frönsku Bor­deaux-þrúg­urn­ar. Ár­ið 1990 fram­leiddi Antin­ori þar vín í Bor­deaux-stíl í fyrsta skipti und­ir nafn­inu Gu­ado al Tasso. Það var fram­an af blanda af Ca­ber­net og Merlot en frá og með ár­inu 1997 var einnig bætt við litlu hlut­falli af þrúg­unni Syrah, sem Antin­ori seg­ist binda tölu­verð­ar von­ir við í Tosk­ana og úti­lok­ar ekki að menn eigi eft­ir að sjá meira af frá þeim slóð­um. Þá hef­ur hann í Bolg­heri haf­ið fram­leiðslu á hvítvíni úr þrúg­unni Vermentilo, sem er far­in að skila at­hygl­is­verð­um ár­angri.

Langt er síð­an að vín­fram­leiðsla Antin­ori hætti að vera bund­in við Tosk­ana ein­vörð­ungu. Á ní­unda ára­tugn­um keypti hann lít­ið en virt fram­leiðslu­fyr­ir­tæki í Pied­mont er heit­ir Pru­notto og á síð­ustu ár­um hef­ur hann fjár­fest mik­ið í vín­rækt í Púglíu, syðst á Ítal­íu. Þá hef­ur hann keypt vín­fyr­ir­tæk­ið Atlas Peak í Napa-daln­um í Kali­forn­íu, þar sem m.a. hafa ver­ið gerð­ar at­hygl­is­verð­ar til­raun­ir með rækt­un á Sangiovese-þrúg­unni. Nú síð­ast hef­ur hann svo í sam­vinnu við Château St. Michelle í Was­hington-ríki unn­ið að þró­un vín­s­ins Col Solare.

Kjarni starf­sem­inn­ar er þó eft­ir sem áð­ur í Tosk­ana og þar hafa fjár­fest­ing­arn­ar einnig ver­ið mikl­ar. Í til­efni af 600 ára vín­fram­leiðslu­af­mæli fjöl­skyld­unn­ar ár­ið 1985 keypti Antin­ori vín­bú­garð­inn Peppoli í Chi­anti Classico og tveim­ur ár­um síð­ar festi hann kaup á ell­eftu ald­ar klaustr­inu Ba­dia a Pas­s­igna­no, stór­feng­legri eign, stein­snar frá Santa Crist­ina. Í kjöll­ur­um klaust­urs­ins eru bestu vín Antin­or­is lát­in eld­ast á tunn­um áð­ur en þau eru sett á flösk­ur. Einnig má nefna kaup­in á Pi­an delle Vigne í Montalcino í suð­ur­hluta Tosk­ana og kaup­leigu á landi í Monteloro í ná­grenni Flórens, þar sem lögð er áhersla á fram­leiðslu hvítvína. Hef­ur þetta allt leitt til tölu­verðr­ar þró­un­ar á stíl grunn­vína fyr­ir­tæk­is­ins. Þannig hef­ur Santa Crist­ina orð­ið stærri og ris­meiri með auknu vægi Montalcino-vína og Merlot í blönd­unni og það sama má segja um ein­faldasta Chi­anti Classico-vín fyr­ir­tæk­is­ins, Villa Antin­ori, sem nú er lát­ið þroskast á þriggja ára göml­um eik­artunn­um í stað stærri áma áð­ur.

„Ítal­ir eru að verða áhuga­sam­ari um vín,“ seg­ir Pi­ero Antin­ori er hann býð­ur upp á Vermentino frá Bolg­heri við upp­haf máls­verð­ar í Pal­azzo Antin­ori, höll fjöl­skyld­unn­ar við Pi­azza Antin­ori í mið­borg Flórens. „Ítölsk hvítvín eru orð­in betri en þau voru. Það má ekki síst þakka þró­un í vín­gerð­ar­tækn­inni. Hvítvín hafa einnig löng­um byggst að miklu leyti á þrúg­unni Trebb­i­ano, sem er ekki mjög áhuga­verð. Ítölsk hvítvín voru því gjarn­an keim­lík og skorti per­sónu­leika. Auð­vit­að hafa ver­ið til und­an­tekn­ing­ar á þessu og karakt­ermik­il vín leynst inn­an­um.“

Antin­ori-fjöl­skyld­an hef­ur vissu­lega lagt sitt af mörk­um til að svo megi verða. Ár­ið 1940 festi fað­ir Pi­er­os, Niccolo Antin­ori, kaup á fjórt­ándu ald­ar bú­garð­in­um Castello della Sala, rétt norð­ur af Or­vi­eto í Umbríu. Hann hóf end­ur­nýj­un á kast­al­an­um sjálf­um, sem var þá í mik­illi nið­ur­níðslu, og hóf að gróð­ur­setja nýj­an vín­við. Frá þess­um bú­garði koma enn í dag bestu hvítvín Antin­or­is, Or­vi­eto-vín­ið Castello della Sala, Chardonnay-vín­ið Cervaro della Sala og sætvín­ið Muffato della Sala.

Nú hef­ur Vermentino-vín­ið bæst í þenn­an hóp og bind­ur Antin­ori mikl­ar von­ir við það. „Vermentino-þrúg­an hef­ur ávallt ver­ið rækt­uð á af­mörk­uðu svæði er af­markast af Kor­síku, Sar­din­íu og strönd Lígúr­íu og Tosk­ana. Þrúg­una má einnig finna í suð­ur­hluta Frakk­lands og á Spáni. Það verð­ur hins veg­ar að láta hana ná það mikl­um þroska að hún skipti um lit, úr grænu í bleikt, til að vín úr henni verði at­hygl­is­verð. Ef upp­sker­an á sér stað áð­ur en lit­breyt­ing­in verð­ur þá verð­ur vín­ið í ætt við Trebb­i­ano,“ seg­ir Antin­ori.

Þessi helsti sendi­herra ítal­skra vína um all­an heim seg­ir fulla ástæðu til bjart­sýni, þótt ær­in verk­efni séu framund­an. „Helsta verk­efni ítal­skr­ar vín­rækt­ar næsta ára­tug­inn er að breyta ­áherslu vín­rækt­ar­inn­ar frá magni yf­ir í gæði. Þótt mikl­ar fram­far­ir hafi átt sér stað þá er meiri­hluti ítal­skra vína enn fast­ur í með­al­mennsk­unni. Það er ekki vegna þess að ekki sé hægt að fram­leiða betri vín held­ur vegna þess að vín­ekr­ur hafa ver­ið rækt­að­ar sam­kvæmt ákveðnu munstri um alda­bil og það kost­ar bæði tíma og pen­inga að breyta því munstri. Það verð­um við hins veg­ar að gera á næstu tíu ár­um.“

Þetta á ekki síst við um suð­ur­hluta Ítal­íu að hans mati, en vín það­an hafa lengi vel ver­ið fyrst og fremst not­uð í ýms­ar blönd­ur, t.d. vermút. Antin­ori bend­ir á að það hafi fyr­ir löngu ver­ið sann­að að hægt sé að fram­leiða gæða­vín á suð­læg­um slóð­um og því hafi menn ekki leng­ur neina af­sök­un fyr­ir því að fram­leiða slæm vín. Það sé í raun lífs­spurs­mál fyr­ir ­ítalska vín­rækt að breyta þessu. Eng­inn mark­að­ur sé leng­ur til fyr­ir ómerki­leg vín og fjöl­mörg lönd um all­an heim fram­leiði nú góð vín á lágu verði. Ítal­ir verði því að leggja áherslu á gæð­in í fram­tíð­inni. Antin­ori hef­ur sjálf­ur fjár­fest mik­ið í Púglíu á síð­ustu ár­um og seg­ist hann telja það hér­að kjör­ið til að hefja þessa þró­un. „Púglía er hér­að sem er kjör­ið til að keppa við Nýja heim­inn og raun­ar má segja um jafnt Púglíu sem Sikiley að þar eru gíf­ur­leg­ir mögu­leik­ar á fram­leiðslu gæða­vína.

Ég lít fram­tíð­ina björt­um aug­um vegna þeirr­ar nýju kyn­slóð­ar, sem nú er að taka við í vín­rækt­inni. Full­trú­ar þess­ar­ar nýju kyn­slóð­ar eru ekki ein­ung­is að gera sömu hluti og feð­ur þeirra og af­ar. Stund­um verð­ur að breyta til.“

Stöðn­un hef­ur aldrei ver­ið ein­kenni Antin­ori og hann hef­ur ávallt ver­ið í fremstu röð frum­kvöðla. Seg­ir hann að menn spyrji sig stund­um hvort fjöl­skylda sem hafi ver­ið í vín­rækt í rúm­ar sex ald­ir eigi nokk­uð eft­ir ólært. Hin upp­safn­aða reynsla geti hins veg­ar ver­ið fjöt­ur um fót ekki síð­ur en kost­ur. Sam­starf­ið við banda­rísk vín­fyr­ir­tæki í Kali­forn­íu og Was­hington hafi því ver­ið mjög áhuga­vert, ekki síst hin gagn­kvæmu þekk­ing­ar­skipti sem í því fel­ast. Það sem rót­gró­in vín­rækt­ar­svæði á borð við Ítal­íu hafi fyrst og fremst fram að færa sé djúp­stæð þekk­ing á sjálfri vín­rækt­inni á vín­ekr­un­um. Það sem hafi ver­ið hvað lær­dóms­rík­ast fyr­ir hann sé hin opna og óhefta af­staða til vín­fram­leiðslu. „Meg­in­mark­mið­ið í huga þeirra er að upp­götva nýja hluti og fram­leiða betri vín. Banda­ríkja­menn­irn­ir eru ferskari en við. Það er mik­ill kost­ur.“

Hann tel­ur ljóst að Nýi heim­ur­inn verði helsti keppi­naut­ur Ítal­íu í fram­tíð­inni. Þar séu eng­in höft á vín­fram­leiðsl­unni og ein­ing­arn­ar oft sterk­ari en á gömlu vín­rækt­ar­svæð­un­um í Evr­ópu. Í Ástral­íu standi fjór­ar til fimm sam­steyp­ur á bak við stærst­an hluta vín­fram­leiðsl­unn­ar. Á Ítal­íu eigi vín­rækt­andi hins veg­ar ein­ung­is einn hekt­ara lands að með­al­tali. Vís­inda­rann­sókn­ir séu einnig öfl­ugri í Nýja heim­in­um og mun meira fjár­magni var­ið til rann­sókna. Þótt Ástral­ía fram­leiði ein­ung­is lít­ið brot allra vína í heim­in­um komi um fimmt­ung­ur allra rann­sókna á sviði víns frá áströlsk­um há­skól­um.

„Það kerfi að nefna vín­in eft­ir þrúg­um er einn­ig ein­falt og auð­skilj­an­legt fyr­ir neyt­end­ur. Evr­ópsku hefð­irn­ar eru flókn­ar gagn­vart neyt­and­an­um. Á hinn bóg­inn verð­ur að líta á að sam­keppni er holl og hvatn­ing til að gera bet­ur. Án sam­keppni verða eng­ar fram­far­ir.“

Einn helsti styrk­ur Ítal­íu eru hin­ar inn­lendu þrúg­ur. Antin­ori seg­ir að­spurð­ur um hvaða þrúg­ur hann telji að verði ríkj­andi í fram­tíð­inni að vissu­lega muni Ca­ber­net og Chardonnay-vín­in halda velli enda sé um af­bragðsvín að ræða. Í fram­tíð­inni verði hins veg­ar fleiri af bestu vín­um Ítal­íu fram­leidd úr inn­lend­um þrúg­um. Menn séu enn rétt að byrja að upp­götva mögu­leika ým­issa þrúgna þeg­ar þær eru rækt­að­ar með nú­tíma­leg­um hætti og fái að njóta sín. Auk Sangiovese myndi hann veðja á Bar­bera frá Pied­mont og Agli­an­ico frá suð­ur­hluta Ítal­íu auk Nero d’Amaro frá Sikiley. Vín­risar fram­tíð­ar­inn­ar gætu vel kom­ið frá þeim þrúg­um.

En þótt suðr­ið heilli vegna þeirra miklu fram­fara sem þar eiga sér stað leik­ur lít­ill vafi á því að Tosk­ana verði áfram meg­in­upp­spretta ítal­skra gæða­vína. „Ég er Flórens­búi en Tosk­ana held­ur ávallt áfram að koma mér á óvart. Ég er alltaf að upp­götva eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Antin­ori. „Frá Tosk­ana koma sögu­leg vín á borð við Chi­anti Classico og Brun­ello. Þar má hins veg­ar einnig finna hlið­ar­svæði sem eru allr­ar at­hygli verð. Ég vil nefna suð­ur­hluta Bolg­heri og Cortona, sem ný­lega fékk sína eig­in DOC-skil­grein­ingu. Á milli Cortona og Mið­jarð­ar­hafs­ins er svo Pitili­ano, eina hvíta DOC-svæði Tosk­ana. Þetta er stór­feng­lega fal­leg­ur hluti Tosk­ana, sem fá­ir hafa enn upp­götv­að, með mikla mögu­leika á sviði vín­rækt­ar. Við er­um enn að finna ný svæði í Tosk­ana og ég held að við sé­um rétt að byrja að upp­götva mögu­leika hér­aðs­ins.“

Hvað Súper-Tosk­ana-vín­in varð­ar seg­ist Antin­ori telja að þau muni smám sam­an falla inn í DOC-kerf­ið. Sassicaia sé þeg­ar orð­ið að DOC-víni (Bolg­heri) og lík­lega verði reynt að finna ein­hvers kon­ar skil­grein­ingu sem geri kleift að ná öðr­um  stór­vín­um hér­aðs­ins inn í kerf­ið.

Antin­ori á þrjár dæt­ur og seg­ir hann að það hafi á ní­unda ára­tugn­um orð­ið til þess að hann seldi hlut í fyr­ir­tæk­inu til breska bruggris­ans Whit­br­ead. „Ég vissi ekki hvað fram­tíð­in bar í skauti sér fyr­ir fyr­ir­tæk­ið og ákvað því að fá er­lend­an sam­starfs­að­ila.“ Tengsl­in við hið fjár­sterka fyr­ir­tæki Whit­br­ead auð­veld­uðu þá miklu út­þenslu og þær gíf­ur­legu fjár­fest­ing­ar og kaup á bú­görð­um, sem Antin­ori stóð í.

Þeg­ar hon­um varð ljóst að dæt­urn­ar voru áhuga­sam­ar um fyr­ir­tæk­ið og stað­ráðn­ar í að starfa að fram­gangi þess tók hann af­drifa­ríka ákvörð­un. Ár­ið 1991 keypti hann Whit­br­ead út úr fyr­ir­tæk­inu. „Fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki eru hent­ug­asta form­ið fyr­ir fram­leiðslu gæða­vína ef menn hafa efni á því,“ seg­ir Antin­ori. „Hlut­haf­ar vilja sjá hagn­að­ar­töl­ur og ár­ang­ur á þriggja mán­aða fresti. Það er í al­gjörri and­stöðu við fram­leiðslu gæða­vína. Það er ekki hægt að fara auð­veldu leið­ina og menn verða að vera þol­in­móð­ir. Tök­um dæmi af nýrri ekru í Brun­ello-hér­aði. Hún fer ekki að skila tekj­um fyrr en 8–10 ár­um eft­ir að vín­við­ur­inn er gróð­ur­sett­ur. Það verð­ur því að horfa til langs tíma og því hent­ar fjöl­skyldu­form­ið að mínu mati best. Það krefst hins veg­ar þess að all­ir stefni að sama mark­miði. Jafn­vel í fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­um eru oft ætt­ingj­ar sem koma ekki ná­lægt rekstr­in­um en krefj­ast ákveð­inna tekna af eign­ar­hlut sín­um.“

Það er löngu orð­ið ljóst að áhyggj­ur Pi­er­os af dætr­un­um voru óþarf­ar. Sú elsta, Al­biera, sér um rekst­ur vín­fyr­ir­tæk­is­ins Pru­nott­os í Pied­mont, Al­legra stjórn­ar þrem­ur Cantinetta-veit­inga­stöð­um fjöl­skyld­unn­ar og Alessia hef­ur ný­lega lok­ið námi í vín­gerð. Ekki er langt síð­an að sjald­gæft var að sjá kon­ur í for­ystu­hlut­verki í ítal­skri vín­rækt en nú mynda þær með sér öfl­ug sam­tök, Donne dei Vini, sem hund­ruð kvenna eiga að­ild að.

Deila.