Caesar salatið er eitt frægasta salat síðustu ára en er ekki eins og margir halda kennt við Júlíus Caesar Rómarkeisara. Það er raunar ekki einu sinni ítalskt. Sá sem á heiðurinn af salatinu var Bandaríkjamaðurinn Cesar Cardini, sem var af ítalsk-mexíkóskum uppruna.