Vindaloo er að finna á matseðli flestra indverskra veitingahúsa en rétturinn kemur upprunalega frá Goa á vesturströnd Indlands. Þar er töluvert um portúgölsk áhrif og er talið að nafnið megi rekja til Carne de vinha d’alhos en uppistaðan í þeim rétti er svínakjöt, hvítlaukur og vínedik. Bætið við fullt af indverskum kryddum og útkoman er Vindaloo.