Leitarorð: London

Sælkerinn

London er ein af fáum borgum heims sem raunverulega stendur undir því að vera „heimsborg“. Ekki nóg með að enn eymi eftir af áhrifum breska heimsveldisins heldur er borgin ein helsta fjármálamiðstöð veraldar og þar að auki einhver vinsælasta ferðamannaborg heims.

Sælkerinn

Þegar tilkynnt var um það í lok janúar hvaða veitingastaðir í London hefðu hlotið hina eftirsóttu stjörnu Michelin þetta árið kom í ljós að einn sex nýrra stjörnustaða var Texture, veitingastaður Agnars Sverrissonar. Hann varð þar með fyrsti íslenski matreiðslumaðurinn til að ná þessum eftirsótta áfanga.

Sælkerinn

Það er að því er virðist endalaust úrval af veitingastöðum í London. Sumir koma og fara. Aðrir eru alltaf jafnvinsælir og sumir meira að segja alltaf jafngóðir.

Sælkerinn

Öll þurfum við að nærast, þó að við séum á faraldsfæti, og því ekki að njóta þess í leiðinni. Heimurinn er fullur af spennandi veitingastöðum og hér eru nokkrir þeirra sem hafa staðið upp úr hjá mér á árinu á nokkrum vinsælum áfangastöðum Íslendinga.