Um vefinn

Vínótekið er alhliða upplýsingavefur um mat og vín í umsjón Steingríms Sigurgeirssonar og Maríu Guðmundsdóttur.

Steingrímur hóf að rita greinar um vín í Morgunblaðið árið 1989 og um mat og veitingahús árið 1994. Hann er höfundur bókanna Heimur vínsins sem kom út árið 2000 og Vín frá þrúgu í glas, sem kom út árið 2013. Hann hefur einnig ritað fjölmargar greinar í innlend sem erlend tímarit.

María hefur unnið með Steingrími að vinnslu og þróun uppskrifta um árabil og sérhæfir sig ekki síst í eftirréttum og bakstri.

Nafnið Vínótek er dregið af hinu ítalska heiti Enoteca sem aftur er samsett úr grísku orðunum Oeno (vín) og Teca sem merkir einhvers konar geymsluhólf eða ílát. Um alla Ítalíu er að finna litla veitingastaði – Enoteca – þar sem hægt er að gæða sér á vínum héraðsins og fá sér matarbita með.

Hægt er að hafa samband á netfanginu: steingrimur@vinotek.is

Vefurinn er hannaður og settur upp af Hirti Hjartasyni.

Deila.