Villa Loosen Riesling 2008 er hvítvín frá einum virtasta framleiðanda Móseldalsins í Þýskalandi, Dr. Loosen. Raunar einum besta framleiðanda Þýskalands.
Þetta er með einföldustu vínum hans, létt í stílnum og áfengi (8,5%) en engin eftirgjöf í gæðum og hreinleika bragðsins.
Sítrus og græn epli í nefinu ásamt þykkum vínberjasafa. Arómatískt og mikið í nefi með þykkum berjaávexti og þægilegri sætu í bland við ferska sýru í munni.
Tilvalið eitt og sér ein einnig með krydduðum austurlenskum mat, t.d. thaílenskum.
1.450 krónur 88/100